Chianti Classico Fattorie di Isole e Olena (2021)

6.200 kr Venjulegt verð
fjöldi

Goðsögn frá Chianti Classico

Þetta vín er framleitt af Paolo de Marchi, einum virtasta víngerðarmanni Ítalíu, og er af mörgum talið eitt besta Chianti Classico-vín sem völ er á. Vínið hefur glæsilegan og kryddaðan ilm með keim af hindberjum, kirsuberjum, fjólum og örlítilli eik. Bragðið er einstaklega mjúkt og ávaxtaríkt með þéttum en fínlegum tannínum í fullkomnu jafnvægi. Ólíkt flestum Chianti Classico-vínum inniheldur það lítið magn af Syrah-þrúgunni, sem gefur því aukna fyllingu og karakter. Þetta er einstaklega fágað og heillandi vín sem endurspeglar hæstu gæði svæðisins.


Framleiðandinn

Saga Isole e Olena nær aftur til 12. aldar en víngerðin var formlega stofnuð árið 1956 þegar tvær nágrannaeignir, „Isole“ og „Olena“, voru sameinaðar. Eignin hefur verið í eigu De Marchi-fjölskyldunnar síðan þá og er það Paolo de Marchi sem hefur gert víngerðina heimsfræga. Hann er af mörgum talinn goðsögn í ítalskri víngerð og hefur hlotið ótal viðurkenningar, þar á meðal hefur víngerðin þrettán sinnum fengið þrjú glös í Gambero Rosso, sem er hæsta einkunn.


Vínpörun

  • Alifugl

  • Kálfakjöt

  • Pastaréttir

  • Villibráð


Upplýsingar

  • Land: Ítalía

  • Svæði: Toskana

  • Þrúga: Sangiovese (85%), Canaiolo (10%), Syrah (5%)

  • Árgerð: 2021

  • Áfengismagn: 14,5%