Chardonnay Reserva Estate Collection Colchagua (2024)

2.950 kr Venjulegt verð
fjöldi

Ferskt og ávaxtaríkt Chardonnay 

Viu Manent Chardonnay Reserva er glæsilegt hvítvín með ríkulegum keim af blómum og þroskuðum ávöxtum. Ilmurinn einkennist af suðrænum ávexti, sítrus og greipaldin. Bragðið er ferskt og ávaxtaríkt með góðri fyllingu og langvarandi, glæsilegu eftirbragði. Þrúgurnar eru ræktaðar á tveimur svæðum í Colchagua-dalnum, annars vegar nálægt Cunaco þar sem jarðvegurinn er sandkenndur og hins vegar nær ströndinni þar sem granít er ríkjandi. Þessi fjölbreytti jarðvegur gefur víninu einstakan ferskleika og flókinn ilm.

Framleiðandinn

Viu Manent er marg verðlaunaður vínbúgarður í Chile og hefur verið á topp 50 lista hjá “World’s Best Vineyards”. Viu Manent var stofnað árið 1935 í kringum bestu vínræktunarsvæðin í Colchagua-dalnum í Chile. Viu Manent er sigursælasta víngerð Chile og þekkt fyrir sérlega há gæði. Þar má finna elsta  Malbec-vínvið Suður-Ameríku, sem má rekja aftur til 19.aldar og kallar fram flókna og göfuga eiginleika í víninu.  Í dag er víngerðin í fararbroddi í sjálfbærri ræktun og tekur meðal annars þátt í rannsóknarverkefnum um áhrif loftslagsbreytinga á vínrækt.



Vínpörun

  • Fiskur

  • Alifugl

  • Fordrykkur

  • Grænmetisréttir

  • Mjúkir ostar


Upplýsingar

  • Land: Chile

  • Svæði: Calchagua

  • Þrúga: Chardonnay (96%) og Viognier (4%)

  • Áfengismagn: 13,5 %