Villa Noria Picpoul "La Serre"

4.350 kr Venjulegt verð
fjöldi

Líflegt og lífrænt hvítvín 

Villa Noria Picpoul „La Serre“ er glæsilegt hvítvín frá Languedoc í Frakklandi. Ilmurinn er ákafur með skýrum keim af bergamot og ferskum sítrónum. Allar þrúgurnar eru handtíndar að næturlagi til að varðveita ferskleika í víninu og það er látið þroskast á stáltönkum með gerbotnfalli (“sur lie”) til að auka dýpt og karakter. Þetta skilar sér í heillandi og líflegu hvítvíni sem er ómótstæðilegt frá fyrsta sopa. 

Framleiðandinn

Domaine Villa Noria er nútímaleg og framsækin víngerð þar sem sjálfbærni og einkenni svæðisins (terroir) fara saman. Frá árinu 2010 hafa þau unnið með það skýra markmið að framleiða vín með núll kolefnisspor. Vínekrurnar njóta góðs af fjölbreyttum jarðvegi, allt frá eldfjallajarðvegi í Colombiers til leir- og kalksteinsjarðvegs í La Pierre Plantée. Þetta skilar sér í flóknum og fjölbreyttum vínum.

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Fiskur

  • Skelfiskur


Upplýsingar

  • Land: Frakkland

  • Svæði: Languedoc

  • Þrúga: Picpoul

  • Árgerð: 2024

  • Áfengismagn: 12%

  • Vínið er lífrænt og vegan