Klassísk Rhône upplifun
Bruno-Thierry Côtes du Rhône er aðlaðandi og klassískt rauðvín frá Rhône-dalnum í suðurhluta Frakklands. Vínin þaðan eru oft framleidd úr Grenache, Syrah og Mourvèdre þrúgunum (oft nefnd GSM) sem er sérlega vinsæl meðal vínunnenda. Í þessu víni er einnig viðbætt 5% Carignan, sem eykur sýrustigið og stuðlar að betri uppbyggingu á tanníni. Vínið er djúprúbínrautt á litinn og ilmurinn er ákafur og einkennist af sólberjum og kirsuberjum, sem blandast saman við keim af kryddi, lakkrís og Miðjarðarhafsjurtum. Góð fylling með vel samþættum tannínum og líflegri sýru sem gefur gott jafnvægi og uppbyggingu. Eftirbragðið er langt og kryddað, með örlitlum pipar sem gerir þetta vín að fullkomnum fulltrúa Côtes du Rhône.
Framleiðandinn
Bruno-Thierry er viðurkenndur gæða framleiðandi sem er þekktur fyrir rótgrónar hefðir og klassísk Côtes-du-Rhône vín. Nálgun þeirra á víngerð sameinar virðingu fyrir aldargömlum hefðum og nútímalegum skilningi á víngerð.
Vínpörun
-
Grillmatur
-
Svínakjöt
-
Kálfakjöt
-
Lambakjöt
-
Nautakjöt
Upplýsingar