Basa Rueda (2022)

3.250 kr Venjulegt verð 4.490 kr
Fjöldi

Spænskt hvítvín frá Rueda

Þetta skemmtilega hvítvín frá Telmo Rodriguez er unnið úr Verdejo þrúgunni sem hefur verið ræktuð á Rueda svæðinu í meira en þúsund ár. Uppistaðan í vínum þaðan er  því Verdejo-þrúgan, sem jafnan gefur afar glæsileg vín sem oft geta virkað nokkuð ilmlaus. Oft eru Verdejo vín blönduð með allt að 25% Sauvignon Blanc til að auka ávaxtakeiminn og fyllinguna. Í þessu víni er aðeins 3% Sauvignon Blanc, enda er hugmynd Telmo Rodriguez að bjóða upp á hreint Verdejo vín í hæsta gæðaflokki. Heitið „Basa Rueda“ vísar í arfleifð og undirstöðu svæðisins sem er einmitt Verdejo þrúgan. Vínið býður upp á ákafan ilm af sítrus, suðrænum ávöxtum og keim af grænum kryddjurtum. Með litlu magni af Sauvignon Blanc og Viura nær vínið ferskri sýru og mjúkri uppbyggingu sem skapar jafnvægi milli ávaxta og steinefna.

Framleiðandinn

Remelluri er elsti vínkastali Rioja héraðsins og hefur rætur sínar að rekja aftur til ársins 1596. Síðan 2010 hefur Telmo Rodriguez leitt framleiðslu fjölskyldunnar. Telmo hefur tekið virkan þátt í að gjörbylta gæðavíni á Spáni og hefur hlotið mikla alþjóðlega viðurkenningu (98P frá James Suckling og 1. Cru flokkun frá Tim Atkin árið 2018). Sem stendur er verið að breyta Remelluri í lífræna ræktun og bíódýnamíska framleiðslu.

Vínpörun

  • Fordrykkur

  • Fiskur

  • Skelfiskur

  • Alifugl

  • Grænmetisréttir

Upplýsingar

  • Land: Spánn

  • Svæði: Rueda

  • Þrúga: Verdejo

  • Árgerð: 2022

  • Áfengismagn: 13%