Kraftur og fágun
Amarone er eitt af frægustu og bestu vínum Ítalíu og hér er á ferðinni kröftugt vín sem hentar vel með villibráð og rauðu kjöti en er líka einstaklega gott eitt og sér, sérstaklega í góðra vina hópi. Vínið er framleitt úr hálf-þurrkuðum þrúgum og er geymt í 18 mánuði í viðartunnum. Þar á eftir er vínið látið þroskast áfram í flösku í 6 mánuði. Liturinn er mjög dökkur, næstum svartur. Ilmurinn og bragðið býður upp á mikinn styrk og margbreytileika með klassískum Amarone-keim af sveskjum, plómum og kryddi. Frábært með jólamatnum!
Framleiðandinn
Cantina di Negrar er einn af frumframleiðendum á Amarone víni. Vínekrurnar eru staðsettar á upprunalega Valpolicella Classico svæðinu og vínið er ræktað samkvæmt sjálfbærum reglum. Samvinnufélagið (the cooperative) hefur verið útnefnt besta samvinnufélag Ítalíu nokkur ár í röð af Weinwirthschaft.
Vínpörun
- Lambakjöt
- Nautakjöt
- Ostar
- Villibráð
Upplýsingar
- Land: Ítalía
- Svæði: Veneto
- Þrúga: Corvina
- Árgerð: 2018
- Áfengismagn: 15,0%