Le Difese Tenuta San Guido (2021)

5.400 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Líflegt og þokkafullt vín

Hér er á ferðinni þægilegt og mjúkt vín sem rennur ljúflega niður. Það dregur nafn sitt af tönnum villisvínsins, sem er sýnt með gulli á miðanum. 

Þrúgurnar eru vandlega valdar og vaxa þær í fjölbreyttum jarðvegi sem hefur flókna eiginleika og er auðugur af kalksteini, smásteinum og leir að hluta. Vínið er látið gerjast í ryðfríum stálkerjum í 3-4 mánuði og er reglulega hellt af til að fjarlæga setlög. Svo er það sett í franskar eikartunnur í 6-8 mánuði og svo aftur stálkerin þar sem hitastiginu er haldið stöðugu í 20 daga, þar til það er loks sett á flöskur.

Þetta er eftirminnilegt vín, blanda af ítölskum og frönskum berjum, sem gefa því mikinn karakter, án þess þó að gefa nokkuð eftir af ítölsku arfleifðinni. 

Framleiðandinn

Tenuta San Guido er fjölskyldufyrirtæki með langa sögu þar sem hefð og menning ræður ríkjum. Sá grófi jarðvegur sem einkennir svæðið er mjög ákjósanlegur þegar kemur að rauðvínsgerð. 

Í dag er þriðja kynslóð fjölskyldunnar að sjá um reksturinn og er þeirra meginhlutverk að varðveita menningu fyrirtækisins og að auka verðmæti þess. 

Vínpörun

  • Nautakjöt
  • Önd
  • Sveppa risotto
  • Sterkir ostar
  • Villibráð

Upplýsingar

  • Land: Ítalía
  • Svæði: Toscana
  • Þrúga: 75% Cabernet Sauvignon og 25% Sangiovese
  • Árgerð: 2021
  • Áfengismagn: 14%