Brunello di Montalcino Altesino (2019)

6.900 kr Venjulegt verð
Fjöldi

Tælandi Brunello

Þetta Brunello di Montalcino frá Altesino býður upp á djúpan og flókinn, nánast tælandi karakter. Það þróast í lögum af safaríkum, dökkum ávöxtum og er í fullkomnu jafnvægi við orkumikla og ferska sýru. Vöndurinn er ríkur af þroskuðum ávöxtum, með viðbættum keim af fjólu og vanillu. Bragðið er einbeitt og býður upp á góða fyllingu, fáguð tannín og langt og eftirminnilegt eftirbragð. Þetta vín hefur verið þroskað í 24 mánaði á stórum slavneskum eikartunnum og verið geymt í a.m.k. 4 mánuði á flösku þar á eftir. Ráðlagt er að hella víninu í karöflu klukkutíma áður en það er borið fram. Vínið má drekka strax, eða geyma í mörg ár.

Framleiðandinn

Altesino víngerðin er staðsett á besta stað í Montalcino héraðinu í suðurhluta Toskana á Ítalíu og er heimsþekkt fyrir marglofuð Brunello vínin sín. Búgarðurinn hefur oftar en einu sinni hlotið 98 og 99 stig frá gagnrýnendunum “James Suckling”, “Robert Parker” og “Wine Enthusiast”. Kastalinn er frá 16. öld og er staðsettur í austurhluta Montalcino. Vínekurnir eru m.a. staðsettir á hinni frægu Montesoli-hæð sem er talinn sú al besta í héraðinu. Vínið er framleitt í kjallaranum undir hinu sögufræga Palazzo Altesi, sem er meira en 500 ára gamalt.

Vínpörun

 • Svínakjöt
 • Lambakjöt
 • Pottréttir
 • Villibráð
 • Kálfakjöt

Upplýsingar

 • Víngerð: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Svæði: Toskana
 • Þrúga: Sangiovese
 • Árgerð: 2019
 • Áfengismagn: 14,5%

Viðurkenningar

 • Robert Parker: 95 point
 • Vinous: 94 point
 • James Suckling: 93 point